Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2024 20:00 Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að tilkynningum um atvik á Landspítalanum hafi fjölgað mikið síðustu ár. Það sé m.a. vegna bættrar örygismenningar og ferla innan spítalans. „ Vísir/Arnar Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira