Alveg óvíst hvort ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Eiríkur Bergmann fór yfir nýjustu vendingar í ríkisstjórninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir. Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“