Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2024 22:06 Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð og ljósmynduð. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði