Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2024 22:06 Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð og ljósmynduð. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira