Segist vera meiri Barcelona púristi en Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:31 Luis Enrique og Xavi Hernandez unnu þrennuna saman með Barcelona vorið 2015. Í kvöld mætast þeir sem þjálfarar. Getty/Alexander Hassenstein Paris Saint-Germain og Barcelona mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þjálfarar beggja liða þekkja vel Barcelona og hvað félagið stendur fyrir en hvor þeirra en meiri Barcelona púristi? Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira