Segist vera meiri Barcelona púristi en Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:31 Luis Enrique og Xavi Hernandez unnu þrennuna saman með Barcelona vorið 2015. Í kvöld mætast þeir sem þjálfarar. Getty/Alexander Hassenstein Paris Saint-Germain og Barcelona mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þjálfarar beggja liða þekkja vel Barcelona og hvað félagið stendur fyrir en hvor þeirra en meiri Barcelona púristi? Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira