Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 08:59 Katrín afhenti Bjarna lyklana í morgun. Mynd/Sigurjón Sigurjónsson Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira