Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2024 08:00 Patrick Pedersen er kominn í 100 marka klúbbinn og stefnir á markamet Tryggva Guðmundssonar. Vísir/Einar Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar. Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira