Afmælishátíð í skugga hamfara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 19:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvatti Grindvíkinga áfram á afmælishátíð bæjarins í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir of stóran hóp Grindvíkinga í afar erfðiðri stöðu vegna húsnæðismála. Vísir/Arnar Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark. Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira