Mónópólý og Sims næst á skjáinn hjá Robbie og félögum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 19:51 Margot Robbie sem lék Barbie og framleiddi myndina um dúkkuna er einn eigandi framleiðslufyrirtækisins LuckyChap sem mun framleiða myndir um Sims og Mónópólý, Samsett/Getty/EA Framleiðslufyrirtækið LuckyChap, sem leikkonan Margot Robbie stofnaði og rekur, hefur hafið framleiðslu á leiknum kvikmyndum byggðum á sígilda borðspilinu Mónópólý og vinsælu tölvuleikjaseríunni Sims. Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur. Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur.
Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira