Mónópólý og Sims næst á skjáinn hjá Robbie og félögum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 19:51 Margot Robbie sem lék Barbie og framleiddi myndina um dúkkuna er einn eigandi framleiðslufyrirtækisins LuckyChap sem mun framleiða myndir um Sims og Mónópólý, Samsett/Getty/EA Framleiðslufyrirtækið LuckyChap, sem leikkonan Margot Robbie stofnaði og rekur, hefur hafið framleiðslu á leiknum kvikmyndum byggðum á sígilda borðspilinu Mónópólý og vinsælu tölvuleikjaseríunni Sims. Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur. Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur.
Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira