Rottan dreifi sér og sæki í gullnámuna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2024 20:40 Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, stendur í ströngu þessa dagana. vísir/einar árnason Eitt óvinsælasta dýr landsins, rottan, hefur dreift sér töluvert á höfuðborgarsvæðinu og sést á fleiri stöðum en áður. Þetta segir meindýraeyðir sem telur lífrænu sorptunnurnar meðal sökudólga. Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“ Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“
Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira