Neituðu að ræða við sjónvarpsstöð vegna niðrandi ummæla um Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 14:40 Lamine Yamal með Nuno Mendes á hælunum í leik Paris Saint-Germain og Barcelona. getty/Christian Liewig Barcelona og Paris Saint-Germain neituðu að veita sjónvarpsstöðinni Movistar viðtal vegna ummæla álitsgjafa hennar um Börsunginn unga, Lamine Yamal. Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30