Stjóri Dortmund bað um sjálfu með Del Piero Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 15:30 Brostu! Edin Terzic tekur sjálfu með Alessandro Del Piero. Knattspyrnustjórar stærstu liða heims eru í grunninn fótboltaáhugamenn sem eiga sínar hetjur eins og kom í ljós eftir leik Atlético Madrid og Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05