Þjóðinni ógnað. Guð blessi Ísland Ástþór Magnússon skrifar 11. apríl 2024 15:30 Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar