Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 16:40 Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira