Munu skoða að losna strax við TM Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2024 16:53 Jón Gunnar vill losna við TM. Þórdís Kolbrún vill það líka en er komin yfir í utanríkisráðuneytið. Vísir Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bankasýslan birti í dag viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Það helsta sem kom þar fram er að öllu bankaráði Landsbankans verður skipt út á aðalfundi þann 19. apríl næstkomandi. Gætu litið til sölu eða skráningar TM Í bréfi til ráðherra segir að að aðalfundi loknum muni Bankasýslan óska eftir fundi með nýju bankaráði. Á þeim fundi hyggist stofnunin leggja áherslu á að bankaráðið meti viðskiptin með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga og meta þá valkosti sem bankinn hefur í stöðunni með hliðsjón af ákvæðum laga og eigandastefnu ríkisins. Jafnframt muni Bankasýsla ríkisins ítreka mikilvægi þess að bankaráðið fari eftir ákvæðum eigandastefnu ríkisins og samningi bankans við stofnunina. Bankasýsla ríkisins telji að bankaráð Landsbankans gæti til dæmis litið til sölu á TM til þriðja aðila, frumútboðs á hlutum í félaginu, útgreiðslu hluta til eigenda eða endurskipulagningar starfsþátta innan samsteypu bankans og TM. Bankasýsla ríkisins lýsir sig reiðubúna til að funda með ráðherra til að ræða nánar skýrslu stofnunarinnar og annað sem málið varðar. Þórdís Kolbrún vildi losa um eignarhaldið sem allra fyrst Í bréfi þáverandi fjármálaráðherra dagsettu þann 5. apríl síðastliðinn sagði að ráðherra væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni, fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Fram hafi komið að tilboð bankans hafi verið án fyrirvara af hans hálfu. Af því verði ráðið að það kunni að vera erfiðleikum háð að viðskiptin verði látin ganga til baka eða þeim rift af kaupanda. Ekki hafi þó verið endanlega úr því skorið. Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bankasýslan birti í dag viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Það helsta sem kom þar fram er að öllu bankaráði Landsbankans verður skipt út á aðalfundi þann 19. apríl næstkomandi. Gætu litið til sölu eða skráningar TM Í bréfi til ráðherra segir að að aðalfundi loknum muni Bankasýslan óska eftir fundi með nýju bankaráði. Á þeim fundi hyggist stofnunin leggja áherslu á að bankaráðið meti viðskiptin með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga og meta þá valkosti sem bankinn hefur í stöðunni með hliðsjón af ákvæðum laga og eigandastefnu ríkisins. Jafnframt muni Bankasýsla ríkisins ítreka mikilvægi þess að bankaráðið fari eftir ákvæðum eigandastefnu ríkisins og samningi bankans við stofnunina. Bankasýsla ríkisins telji að bankaráð Landsbankans gæti til dæmis litið til sölu á TM til þriðja aðila, frumútboðs á hlutum í félaginu, útgreiðslu hluta til eigenda eða endurskipulagningar starfsþátta innan samsteypu bankans og TM. Bankasýsla ríkisins lýsir sig reiðubúna til að funda með ráðherra til að ræða nánar skýrslu stofnunarinnar og annað sem málið varðar. Þórdís Kolbrún vildi losa um eignarhaldið sem allra fyrst Í bréfi þáverandi fjármálaráðherra dagsettu þann 5. apríl síðastliðinn sagði að ráðherra væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni, fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Fram hafi komið að tilboð bankans hafi verið án fyrirvara af hans hálfu. Af því verði ráðið að það kunni að vera erfiðleikum háð að viðskiptin verði látin ganga til baka eða þeim rift af kaupanda. Ekki hafi þó verið endanlega úr því skorið.
Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira