Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir við tilboð í TM Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 17:55 Landsbankinn er almenningshlutafélag að miklum meirihluta í eigu ríkisins. Bankasýslan telur að kaup á TM stríði gegn eigendastefnu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankaráð Landsbankans segir að Bankasýslan hafi verið upplýst um áhuga bankans á að kaupa tryggingafélagið TM í desember og ekki gert neinar athugasemdir fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Bankasýslan ætlar að skipta út fimm bankaráðsmönnum á næstu dögum. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53
Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40