„Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 16:55 Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fjölnir fékk skell gegn Keflavík á heimavelli 69-100. Liðið er því lent 0-2 undir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var óánægður með annan leikhluta liðsins. „Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
„Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira