Þá verður rætt við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í beinni útsendingu um aukna áherslu forsætisráðherra á útlendingamálin.
Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í dag þegar fertugur karlmaður réðist þar á fólk af handahófi. Átta eru á sjúkrahúsi, þar af níu mánaða gamalt barn sem hefur gengist undir skurðaðgerð. Mikill ótti hefur gripið um sig í Ástralíu.
Og í kvöldfréttunum verður fjallað um tregðu í samskiptaforritinu Messenger, sem truflað hefur marga undanfarið. Sérfræðingur segir ástæðuna nýlega öryggisuppfærslu og segir lausnina einfalda.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.