Ten Hag strunsaði út af blaðamannafundi: „Vitum að þetta er ekki nógu gott“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 07:01 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. Catherine Ivill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, viðurkenndi að lið sitt hefði ekki átt skilið að vinna Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Þá gagnrýndi hann leikmenn sína fyrir slakan fyrri hálfleik. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. „Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
„Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira