Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 13:40 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill sjá að aðrir en ríkisbanki eigi tryggingarfélagið TM. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira