„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 19:49 Þjálfarateymi ÍA fer sátt heim. Vísir/Hulda Margrét Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð. „Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
„Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira