„Þeir náðu svolítið að snúa þessu í sinn leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2024 21:30 Pétur Ingvarsson gerði sitt besta til að hvetja sína menn til dáða en varð lítt ágengt Vísir/Vilhelm Pétur Ingvarson, þjálfari Keflavíkur, var með einfalda og beinskeytta skýringu á því hvað hefði klikkað í kvöld þegar liðið tapaði 77-56 gegn Álftanesi, en Keflvíkingar skoruðu aðeins sex stig í fyrsta leikhluta og níu í þeim fjórða. „Skotin! Klárlega, klárlega“ - svaraði Pétur kíminn. „Þetta er hörku varnarlið og þeir náðu svolítið að snúa þessu í sinn leik. Því fór sem fór. Við þurfum bara að reyna að laga það sem illa fór í kvöld fyrir næsta leik.“ Það má í raun kjarna þennan leik í að Álftanes hafi náð að spila sinn leik og snúið þessu upp í leik sem Keflavík vill alls ekki spila. Hægan leik, mikið hnoð og djöfulgang. „100 prósent. 100 prósent. Þeir fengu að spila þetta. Miðað við síðasta leik þá var miklu meiri harka leyfð og minna dæmt en það er bara eins og það er. Við þurfum bara að skoða það og finna einhverjar leiðir.“ Blaðamanni fannst línan hjá dómurum ekki skýr í leiknum en Pétur var ekki á sama máli. „Mér fannst nú eiginlega bara frekar að við vorum bara ekki nógu harðir af okkur. Við getum stjórnað því hvað við erum harðir af okkur og hvernig við stígum út. Við skíttöpuðum frákastabaráttu og skíttöpuðum þessum leik.“ „Lélegustu eða bestu dómarar í heimi hefðu ekki getað bjargað okkur úr þessu. Það erum við sem þurfum að bæta okkur. Ef línan er ekki eins þá er það bara eitthvað sem dómararnir þurfa að skoða og reyna að bæta sig í og við bætum okkur í því sem við getum bætt okkur í.“ Tap í kvöld er þó enginn heimsendir, það er bara áfram gakk og allur sá pakki. „Bæði þessi lið þurfa að vinna þrisvar til að fara áfram og það hefur ekkert breyst en menn eru aðeins nær þessu núna.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
„Skotin! Klárlega, klárlega“ - svaraði Pétur kíminn. „Þetta er hörku varnarlið og þeir náðu svolítið að snúa þessu í sinn leik. Því fór sem fór. Við þurfum bara að reyna að laga það sem illa fór í kvöld fyrir næsta leik.“ Það má í raun kjarna þennan leik í að Álftanes hafi náð að spila sinn leik og snúið þessu upp í leik sem Keflavík vill alls ekki spila. Hægan leik, mikið hnoð og djöfulgang. „100 prósent. 100 prósent. Þeir fengu að spila þetta. Miðað við síðasta leik þá var miklu meiri harka leyfð og minna dæmt en það er bara eins og það er. Við þurfum bara að skoða það og finna einhverjar leiðir.“ Blaðamanni fannst línan hjá dómurum ekki skýr í leiknum en Pétur var ekki á sama máli. „Mér fannst nú eiginlega bara frekar að við vorum bara ekki nógu harðir af okkur. Við getum stjórnað því hvað við erum harðir af okkur og hvernig við stígum út. Við skíttöpuðum frákastabaráttu og skíttöpuðum þessum leik.“ „Lélegustu eða bestu dómarar í heimi hefðu ekki getað bjargað okkur úr þessu. Það erum við sem þurfum að bæta okkur. Ef línan er ekki eins þá er það bara eitthvað sem dómararnir þurfa að skoða og reyna að bæta sig í og við bætum okkur í því sem við getum bætt okkur í.“ Tap í kvöld er þó enginn heimsendir, það er bara áfram gakk og allur sá pakki. „Bæði þessi lið þurfa að vinna þrisvar til að fara áfram og það hefur ekkert breyst en menn eru aðeins nær þessu núna.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira