Kveður Tjarnarbíó: „Of lítið og of seint“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 19:19 Sara Martí hefur unnið sem leikhússtýra Tjarnabíós síðastliðin tvö ár, en hefur nú ákveðið að segja þetta gott. aðsend Sara Martí Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem leikhússtýra Tjarnarbíós. Hún kveðst hafa reynt allt til að láta rekstur leikhússins ganga upp, en meira þurfi til frá ríki og borg. „Þetta er bara of lítið og of seint, það er sú aðstoð sem okkur berst. Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að koma frá ríki og borg, til að gera eitthvað og hjálpa okkur að vinna vinnunna okkar,“ segir Sara Martí í samtali við fréttastofu um ákvörðun sína. Hún hefur síðastliðin tvö ár unnið sem leikhússtýra Tjarnarbíós. „Það kemur manneskja í manns stað. Það er einhver sem þarf að taka við þessu og vonandi fær hún ríki og borg til að koma frekar að borði til að aðstoða.“ Þrátt fyrir metsölu ár og mikla velgegni dug núverandi styrkir ekki fyrir rekstrinum. Í færslu Söru á Facebook gerir hún nánar grein fyrir ástæðum þess að hún hyggst hverfa til annarra starfa. Lesa má færsluna hér að neðan. Takk fyrir mig! Ég kveð húsið sem ég elska. Ég hef alltaf brunnið fyrir sjálfstæðu sviðslistasenunni, orkunni og sköpunarþránni í listafólkinu og hetjudáðina sem þetta fólk vinnur stundum til að koma verkum sínum á svið. Það hefur kannski ekki dulist neinum sem fylgst hefur með Tjarnarbíó að þetta er erfiður rekstur. Þetta er í rauninni ómögulegt rekstarform eins og öll leikhús upplifa (þess vegna þurfa öll leikhús á stuðningi að halda). ,,Blússandi sigling á sökkvandi skipi” hef ég stundum kallað Tjarnarbíó. Því alveg sama hversu vel okkur hefur gengið, metsöluár, 5-7 sýningar á viku, sneisafullt af áhorfendum og endalaust jákvæð umfjöllun. Það dugar ekki til og það verður að koma meira til frá borg og ríki ef hér á að vera til sjálfstæð sviðslistasena. Ég er svo ótrúlega stolt af því sem ég hef áorkað í Tjarnarbíó síðustu árin. Þegar ég tók við, fékk ég fjölbreyttan hóp fólks úr senunni til að móta stefnu fyrir leikhúsið og hefur allt mitt starf miðað út frá þeirri vinnu. Við fórum í stóra herferð sem náði athygli borgar og ríkis um aðstöðumun leikhúsanna undir yfirskriftinni #stækkumtjarnarbio. Ég endurhannaði með Auði Ösp Guðmundsdóttur framhúsið til að skapa betra rými fyrir gesti, þægilegri bar og við settum upp nýtt lítið svið sem hefur mikið verið notað enda brýn þörf á fleiri sviðum á höfuðborgarsvæðinu. Ný heimasíða leit dagsins ljós og við höfum spýtt verulega í markaðsmálin og haldið námskeið fyrir sjálfstætt sviðslistafólk í markaðssetningu. Við höfum rifið upp sölu og áhorfendatölur og við erum með jafn margar sýningar á okkar eina sviðið og hin leikhúsin tvö á sínum þrem sviðum. Þetta hafðist vegna þess góða fólks sem starfar í Tjarnarbíó. Takk takk takk elsku samstarfsfólkið mitt, takk kæra sviðslistafólk fyrir samstarfið, takk þið sem komuð með einum og öðrum hætti að framkvæmdunum í framhúsinu, takk kæru Skúli, María Rut og Eiríkur hjá borginni, takk kæru gestir fyrir komuna og takk fyrir listina. Áfram sjálfstæðar sviðslistir! Leikhús Menning Reykjavík Vistaskipti Tímamót Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er bara of lítið og of seint, það er sú aðstoð sem okkur berst. Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að koma frá ríki og borg, til að gera eitthvað og hjálpa okkur að vinna vinnunna okkar,“ segir Sara Martí í samtali við fréttastofu um ákvörðun sína. Hún hefur síðastliðin tvö ár unnið sem leikhússtýra Tjarnarbíós. „Það kemur manneskja í manns stað. Það er einhver sem þarf að taka við þessu og vonandi fær hún ríki og borg til að koma frekar að borði til að aðstoða.“ Þrátt fyrir metsölu ár og mikla velgegni dug núverandi styrkir ekki fyrir rekstrinum. Í færslu Söru á Facebook gerir hún nánar grein fyrir ástæðum þess að hún hyggst hverfa til annarra starfa. Lesa má færsluna hér að neðan. Takk fyrir mig! Ég kveð húsið sem ég elska. Ég hef alltaf brunnið fyrir sjálfstæðu sviðslistasenunni, orkunni og sköpunarþránni í listafólkinu og hetjudáðina sem þetta fólk vinnur stundum til að koma verkum sínum á svið. Það hefur kannski ekki dulist neinum sem fylgst hefur með Tjarnarbíó að þetta er erfiður rekstur. Þetta er í rauninni ómögulegt rekstarform eins og öll leikhús upplifa (þess vegna þurfa öll leikhús á stuðningi að halda). ,,Blússandi sigling á sökkvandi skipi” hef ég stundum kallað Tjarnarbíó. Því alveg sama hversu vel okkur hefur gengið, metsöluár, 5-7 sýningar á viku, sneisafullt af áhorfendum og endalaust jákvæð umfjöllun. Það dugar ekki til og það verður að koma meira til frá borg og ríki ef hér á að vera til sjálfstæð sviðslistasena. Ég er svo ótrúlega stolt af því sem ég hef áorkað í Tjarnarbíó síðustu árin. Þegar ég tók við, fékk ég fjölbreyttan hóp fólks úr senunni til að móta stefnu fyrir leikhúsið og hefur allt mitt starf miðað út frá þeirri vinnu. Við fórum í stóra herferð sem náði athygli borgar og ríkis um aðstöðumun leikhúsanna undir yfirskriftinni #stækkumtjarnarbio. Ég endurhannaði með Auði Ösp Guðmundsdóttur framhúsið til að skapa betra rými fyrir gesti, þægilegri bar og við settum upp nýtt lítið svið sem hefur mikið verið notað enda brýn þörf á fleiri sviðum á höfuðborgarsvæðinu. Ný heimasíða leit dagsins ljós og við höfum spýtt verulega í markaðsmálin og haldið námskeið fyrir sjálfstætt sviðslistafólk í markaðssetningu. Við höfum rifið upp sölu og áhorfendatölur og við erum með jafn margar sýningar á okkar eina sviðið og hin leikhúsin tvö á sínum þrem sviðum. Þetta hafðist vegna þess góða fólks sem starfar í Tjarnarbíó. Takk takk takk elsku samstarfsfólkið mitt, takk kæra sviðslistafólk fyrir samstarfið, takk þið sem komuð með einum og öðrum hætti að framkvæmdunum í framhúsinu, takk kæru Skúli, María Rut og Eiríkur hjá borginni, takk kæru gestir fyrir komuna og takk fyrir listina. Áfram sjálfstæðar sviðslistir!
Takk fyrir mig! Ég kveð húsið sem ég elska. Ég hef alltaf brunnið fyrir sjálfstæðu sviðslistasenunni, orkunni og sköpunarþránni í listafólkinu og hetjudáðina sem þetta fólk vinnur stundum til að koma verkum sínum á svið. Það hefur kannski ekki dulist neinum sem fylgst hefur með Tjarnarbíó að þetta er erfiður rekstur. Þetta er í rauninni ómögulegt rekstarform eins og öll leikhús upplifa (þess vegna þurfa öll leikhús á stuðningi að halda). ,,Blússandi sigling á sökkvandi skipi” hef ég stundum kallað Tjarnarbíó. Því alveg sama hversu vel okkur hefur gengið, metsöluár, 5-7 sýningar á viku, sneisafullt af áhorfendum og endalaust jákvæð umfjöllun. Það dugar ekki til og það verður að koma meira til frá borg og ríki ef hér á að vera til sjálfstæð sviðslistasena. Ég er svo ótrúlega stolt af því sem ég hef áorkað í Tjarnarbíó síðustu árin. Þegar ég tók við, fékk ég fjölbreyttan hóp fólks úr senunni til að móta stefnu fyrir leikhúsið og hefur allt mitt starf miðað út frá þeirri vinnu. Við fórum í stóra herferð sem náði athygli borgar og ríkis um aðstöðumun leikhúsanna undir yfirskriftinni #stækkumtjarnarbio. Ég endurhannaði með Auði Ösp Guðmundsdóttur framhúsið til að skapa betra rými fyrir gesti, þægilegri bar og við settum upp nýtt lítið svið sem hefur mikið verið notað enda brýn þörf á fleiri sviðum á höfuðborgarsvæðinu. Ný heimasíða leit dagsins ljós og við höfum spýtt verulega í markaðsmálin og haldið námskeið fyrir sjálfstætt sviðslistafólk í markaðssetningu. Við höfum rifið upp sölu og áhorfendatölur og við erum með jafn margar sýningar á okkar eina sviðið og hin leikhúsin tvö á sínum þrem sviðum. Þetta hafðist vegna þess góða fólks sem starfar í Tjarnarbíó. Takk takk takk elsku samstarfsfólkið mitt, takk kæra sviðslistafólk fyrir samstarfið, takk þið sem komuð með einum og öðrum hætti að framkvæmdunum í framhúsinu, takk kæru Skúli, María Rut og Eiríkur hjá borginni, takk kæru gestir fyrir komuna og takk fyrir listina. Áfram sjálfstæðar sviðslistir!
Leikhús Menning Reykjavík Vistaskipti Tímamót Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira