Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 22:11 Bílastæðasjóður mátti smella sektum á rúðu bíls mannsins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga. Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga.
Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira