Xavi: Dómarinn var lélegur og eyðilagði einvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 14:01 Xavi Hernandez endaði leikinn upp í heiðursstúku eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins. Getty/Pedro Salado Xavi Hernández var snælduvitlaus út í dómara leiksins eftir að Barcelona-liðið hans var slegið út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Barcelona var á heimavelli, vann fyrri leikinn og komst yfir í gær en það dugði ekki til. PSG nýtti sér vel að vera ellefu á móti tíu og vann leikinn á endanum 4-1. Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs gaf Ronald Araújo rautt spjald á 29. mínútu og Xavi fékk síðar rautt spjald fyrir að missa sig á hliðarlínunni. Xavi: It s a pity, our Champions League is over due to referee s mistake . I just told the referee that he s been a disaster. It s the reality . pic.twitter.com/BhzKc0UMAu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Við erum mjög gramir. Rauða spjaldið réði úrslitum. Við vorum vel skipulagðir ellefu á móti ellefu. Rauða spjaldið breytti öllu og að mínu mati þá er það allt of harður dómur að reka Araújo út af þarna,“ sagði Xavi. „Það er synd að Meistaradeildardraumur okkar sé á enda út af dómaranum. Dómarinn var mjög lélegur. Ég sagði honum að hann væri stórslys. Hann eyðilagði einvígið. Ég er ekki hrifinn af því að tala um dómara en það verður bata að segja þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er ekki gott að enda með tíu leikmenn og eftir það varð þetta allt annar leikur. Við getum talað og talað um leikinn en þetta snýst allt um þetta rauða spjald. Það er til einkis að tala um leikinn því dómarinn eyðilagði hann,“ sagði Xavi. Xavi viðurkennir þó að hafa gert mistök þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í auglýsingaskilti fyrir framan fjórða dómarann. „Það voru mistök hjá mér og mér að kenna,“ sagði Xavi. Xavi: It s pointless to discuss about the game the referee destroyed it all . We can t stay silent. He changed the game and the entire tie. It was a disaster . pic.twitter.com/S5jhWtbjLB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Barcelona var á heimavelli, vann fyrri leikinn og komst yfir í gær en það dugði ekki til. PSG nýtti sér vel að vera ellefu á móti tíu og vann leikinn á endanum 4-1. Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs gaf Ronald Araújo rautt spjald á 29. mínútu og Xavi fékk síðar rautt spjald fyrir að missa sig á hliðarlínunni. Xavi: It s a pity, our Champions League is over due to referee s mistake . I just told the referee that he s been a disaster. It s the reality . pic.twitter.com/BhzKc0UMAu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Við erum mjög gramir. Rauða spjaldið réði úrslitum. Við vorum vel skipulagðir ellefu á móti ellefu. Rauða spjaldið breytti öllu og að mínu mati þá er það allt of harður dómur að reka Araújo út af þarna,“ sagði Xavi. „Það er synd að Meistaradeildardraumur okkar sé á enda út af dómaranum. Dómarinn var mjög lélegur. Ég sagði honum að hann væri stórslys. Hann eyðilagði einvígið. Ég er ekki hrifinn af því að tala um dómara en það verður bata að segja þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er ekki gott að enda með tíu leikmenn og eftir það varð þetta allt annar leikur. Við getum talað og talað um leikinn en þetta snýst allt um þetta rauða spjald. Það er til einkis að tala um leikinn því dómarinn eyðilagði hann,“ sagði Xavi. Xavi viðurkennir þó að hafa gert mistök þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í auglýsingaskilti fyrir framan fjórða dómarann. „Það voru mistök hjá mér og mér að kenna,“ sagði Xavi. Xavi: It s pointless to discuss about the game the referee destroyed it all . We can t stay silent. He changed the game and the entire tie. It was a disaster . pic.twitter.com/S5jhWtbjLB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira