Segir peningaverðlaun á ÓL vera andstæð Ólympíuandanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 16:01 Jamaísku spretthlauparnir Elaine Thompson-Herah og Shelly-Ann Fraser-Pryce fagna gulli sem þær unnu á síðustu Ólympíuleikum. Getty/Tim Clayton Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að borga gullverðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í París í sumar í peningum og þeim þykir heiðurinn eða gullverðlaunin ekki vera nóg. Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Sjá meira
Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Sjá meira