Boðflennusæfíll hrellir Kanadamenn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 13:41 Það er ekki vinsælt þegar Emerson kemur sér fyrir á umferðargötum. Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni. Kanada Dýr Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni.
Kanada Dýr Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira