„Ég get ekki fundið réttu orðin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2024 22:32 Mikel Arteta vonsvikinn á hliðarlínunni. Vísir/Getty Mikel Arteta sagðist eiga erfitt með að finna orðin til að hressa leikmenn sína við eftir tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir Arsenal hafa gefið Bayern tvö mörk í fyrri leiknum. Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn