Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2024 13:51 Niðurstaða ríkissaksóknara er sú afturkalla skuli ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra um niðurfellingu á rannsókn á slysasleppingum úr sjókvíum fyrir vestan. vísir/einar/lögreglan Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“ Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira