Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 20:05 Jóhannes Kristjánsson, kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sem stýrir tilrauninni í fjósinu með metanlosunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira