Garnacho búinn að biðjast afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2024 23:45 Enn vinir þrátt fyrir allt saman. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, hefur beðist afsökunar á að líka við færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem Erik ten Hag þjálfari liðsins var gagnrýndur. Garnacho var tekinn af velli í hálfleik þegar Man United gerði 2-2 jafntefli við AFC Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leik þá gagnrýndi Ten Hag hægri hlið liðsins, það er bakvörð og vængmann, en Garnacho lék á hægri vængnum meðan hans naut við. Eftir leik mátti sjá að Garnacho hafði líkað við tvær færslur þar sem Ten Hag var gagnrýndur fyrir að taka Argentínumanninn af velli. Þjálfarinn var eðlilega spurður út í þetta á blaðamannafundi sínum fyrir leik Man United og Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar sem fram fer um helgina. „Alejandro er ungur leikmaður sem á margt eftir ólært,“ sagði Ten Hag. Hann staðfest að hinn 19 ára gamli Garnacho hefði beðist afsökunar og málinu væri lokið af sinni hálfu. „Hann baðst afsökunar og við höldum áfram.“ "Alejandro is a young player. He apologised for it and after that we move on."Erik ten Hag says Garnacho has apologised for likes on social media criticising his decisions pic.twitter.com/1V4vRQYdgI— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 19, 2024 Garnacho hefur tekið þátt í 42 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni, skorað 9 mörk og gefið 4 stoðsendingar. Man United mætir Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 14.20. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Garnacho var tekinn af velli í hálfleik þegar Man United gerði 2-2 jafntefli við AFC Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leik þá gagnrýndi Ten Hag hægri hlið liðsins, það er bakvörð og vængmann, en Garnacho lék á hægri vængnum meðan hans naut við. Eftir leik mátti sjá að Garnacho hafði líkað við tvær færslur þar sem Ten Hag var gagnrýndur fyrir að taka Argentínumanninn af velli. Þjálfarinn var eðlilega spurður út í þetta á blaðamannafundi sínum fyrir leik Man United og Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar sem fram fer um helgina. „Alejandro er ungur leikmaður sem á margt eftir ólært,“ sagði Ten Hag. Hann staðfest að hinn 19 ára gamli Garnacho hefði beðist afsökunar og málinu væri lokið af sinni hálfu. „Hann baðst afsökunar og við höldum áfram.“ "Alejandro is a young player. He apologised for it and after that we move on."Erik ten Hag says Garnacho has apologised for likes on social media criticising his decisions pic.twitter.com/1V4vRQYdgI— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 19, 2024 Garnacho hefur tekið þátt í 42 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni, skorað 9 mörk og gefið 4 stoðsendingar. Man United mætir Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 14.20.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira