Besti vinur úlfanna hlakkar til að tengjast áhorfendum í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2024 21:01 Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Stöð 2 Margverðlaunaður franskur píanóleikari kemur fram með einni fremstu sinfóníuhljómsveit Þýskalands, Bamberg, í Hörpu annað kvöld. Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Hún kom að stofnun Verndunarmiðstöðvar fyrir úlfa í New York en á landareign hennar er rannsóknarsetur fyrir úlfa. „Það er svo mikill misskilningur í gangi um þessi dýr og hegðun þeirra en um leið er þetta topprándýr í vistkerfinu og gegnir mjög mikilvægu hlutverki.“ Náttúran og dýraríkið er Hélène gríðarlegur innblástur. „Allt tengist. Allar greinar tilveru okkar; allt frá vísindum, til trúarbragða og lista. Allt á rætur í altæku innsæi og ef maður lítur á, sérstaklega þýsku rómantísku tónskáldin þá var náttúran æðsta andagift þeirra. Þar fundu þeir innblásturinn og styrk sinn. Og ég held að það sama eigi við um okkur. Hún er nokkuð sem er yfirþyrmandi en alls ekki á neikvæðan hátt. Náttúran fær mann til að fyllast lotningu vegna fegurðar og mikilfengleika. Þetta er merki um að það sé eitthvað miklu stærra en við sjálf þarna úti.“ Hún hlakkar til að tengjast íslenskum áhorfendum annað kvöld í gegnum tónlist og kyrrð. „Þegar tilfinningarnar taka völdin stöðvast tíminn, þá ríkir kyrrðin. Tengingin verður að vera til staðar og við verðum saman,“ segir Hélène um tónleikana annað kvöld. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vef Hörpu. Tónlist Dýr Menning Harpa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Hún kom að stofnun Verndunarmiðstöðvar fyrir úlfa í New York en á landareign hennar er rannsóknarsetur fyrir úlfa. „Það er svo mikill misskilningur í gangi um þessi dýr og hegðun þeirra en um leið er þetta topprándýr í vistkerfinu og gegnir mjög mikilvægu hlutverki.“ Náttúran og dýraríkið er Hélène gríðarlegur innblástur. „Allt tengist. Allar greinar tilveru okkar; allt frá vísindum, til trúarbragða og lista. Allt á rætur í altæku innsæi og ef maður lítur á, sérstaklega þýsku rómantísku tónskáldin þá var náttúran æðsta andagift þeirra. Þar fundu þeir innblásturinn og styrk sinn. Og ég held að það sama eigi við um okkur. Hún er nokkuð sem er yfirþyrmandi en alls ekki á neikvæðan hátt. Náttúran fær mann til að fyllast lotningu vegna fegurðar og mikilfengleika. Þetta er merki um að það sé eitthvað miklu stærra en við sjálf þarna úti.“ Hún hlakkar til að tengjast íslenskum áhorfendum annað kvöld í gegnum tónlist og kyrrð. „Þegar tilfinningarnar taka völdin stöðvast tíminn, þá ríkir kyrrðin. Tengingin verður að vera til staðar og við verðum saman,“ segir Hélène um tónleikana annað kvöld. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vef Hörpu.
Tónlist Dýr Menning Harpa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira