Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 21:09 Aðalfundur Landsbankans fór fram í dag. Bankaráðinu, sem hefur legið undir gagnrýni vegna kaupanna á TM, var skipt út í heild sinni. Vísir/Vilhelm Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. Nýtt bankaráð var kjörið á aðalfundi Landsbankans sem fór fram í dag. Bankasýsla ríkisins gerði tillögu um að skipta því gamla út í kjölfar ágreinings um kaup bankans á tryggingafélaginu TM. Bankasýslan taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hefði ekki upplýst stofnunina um áformin sem gengju þar að auki gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Helga Björk Eiriksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðsins, fór yfir söluna á TM og samskiptin við Bankasýsluna í skýrslu sinni til aðalfundarins. Sagði hún miður að góður árangur bankans hefði fallið í skuggann af gagnrýni Bankasýslunnar á kaupin á TM. Endurtók hún fyrri fullyrðingar bankaráðsins um að það hefði upplýst Bankasýsluna um hug sinn á kaupunum án þess að fá athugasemdir eða óskir um frekari gögn. Mótmælti hún að kaupin samræmdust ekki eigendastefnu ríkisins hvað varðaði að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækkum á almennum markaði til lengri tíma. Grundvöllur viðskiptanna hafi verið að hámarka virði eignarhluta ríkisins í Landsbankanum í samræmi við eigendastefnuna. Kaupin muni stuðla að aukinni arðsemi bankans og auka arðgreiðslugetu hans til lengri tíma. Helga Björk Eiríksdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM.Vísir/Steingrímur Dúi Dregst aftur úr ef hann getur ekki keppt á markaði Eigendastefnan geri Landsbankanum að starfa á markaðsforsendum. Því sagði Helga Björk fyrir hönd fráfarandi bankaráðsins að bankinn hlyti að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. „Ætli Landsbankinn sér ekki að starfa líkt og hvert annað fyrirtæki á samkeppnismarkaði, er hættan sú að smátt og smátt dragist hann aftur úr keppinautum sínum sem ekki eru bundnir af sömu takmörkunum,“ sagði hún. Telji hluthafar Landsbankans að hlutverk hans eigi að vera annað og að hann eigi ekki að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði og á markaðsforsendum sé nauðsynlegt að sú stefnumörkun komi skýrt fram með breytingu á tilgangi félagsins í samþykktum eða með annarri ákvörðun á hluthafafundi. Ekki upplýst formlega um afstöðu ráðherra Varðandi andstöðu ráherra við kaupin segir í skýrslu bankaráðsins fyrrverandi að sú afstaða hafi komið fram í hlaðvarpsþætti í febrúar. Bankasýslan hafi bóka það sérstaklega í eigin fundargerð en ekki séð ástæðu til þess að vekja athygli bankaráðs Landsbankans á því. Þáverandi fjármálaráðherra hafi lýst sömu skoðun á fundi með stjórnendum bankans síðar í sama mánuði. Slíkir fundir séu hins vegar ekki vettvangur til þess að hafa áhrif á stjórn og stefnu bankans. „Vegna armslengdarsjónarmiða sem koma fram í eigendastefnu og samning við Bankasýslu ríkisins eiga samskipti að fara í gegnum Bankasýsluna. Ég vek einnig athygli á að engar athugasemdir bárust frá Bankasýslunni í kjölfar þessar samskipta,“ sagði Helga Björk á aðalfundinum. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Nýtt bankaráð var kjörið á aðalfundi Landsbankans sem fór fram í dag. Bankasýsla ríkisins gerði tillögu um að skipta því gamla út í kjölfar ágreinings um kaup bankans á tryggingafélaginu TM. Bankasýslan taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hefði ekki upplýst stofnunina um áformin sem gengju þar að auki gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Helga Björk Eiriksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðsins, fór yfir söluna á TM og samskiptin við Bankasýsluna í skýrslu sinni til aðalfundarins. Sagði hún miður að góður árangur bankans hefði fallið í skuggann af gagnrýni Bankasýslunnar á kaupin á TM. Endurtók hún fyrri fullyrðingar bankaráðsins um að það hefði upplýst Bankasýsluna um hug sinn á kaupunum án þess að fá athugasemdir eða óskir um frekari gögn. Mótmælti hún að kaupin samræmdust ekki eigendastefnu ríkisins hvað varðaði að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækkum á almennum markaði til lengri tíma. Grundvöllur viðskiptanna hafi verið að hámarka virði eignarhluta ríkisins í Landsbankanum í samræmi við eigendastefnuna. Kaupin muni stuðla að aukinni arðsemi bankans og auka arðgreiðslugetu hans til lengri tíma. Helga Björk Eiríksdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM.Vísir/Steingrímur Dúi Dregst aftur úr ef hann getur ekki keppt á markaði Eigendastefnan geri Landsbankanum að starfa á markaðsforsendum. Því sagði Helga Björk fyrir hönd fráfarandi bankaráðsins að bankinn hlyti að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. „Ætli Landsbankinn sér ekki að starfa líkt og hvert annað fyrirtæki á samkeppnismarkaði, er hættan sú að smátt og smátt dragist hann aftur úr keppinautum sínum sem ekki eru bundnir af sömu takmörkunum,“ sagði hún. Telji hluthafar Landsbankans að hlutverk hans eigi að vera annað og að hann eigi ekki að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði og á markaðsforsendum sé nauðsynlegt að sú stefnumörkun komi skýrt fram með breytingu á tilgangi félagsins í samþykktum eða með annarri ákvörðun á hluthafafundi. Ekki upplýst formlega um afstöðu ráðherra Varðandi andstöðu ráherra við kaupin segir í skýrslu bankaráðsins fyrrverandi að sú afstaða hafi komið fram í hlaðvarpsþætti í febrúar. Bankasýslan hafi bóka það sérstaklega í eigin fundargerð en ekki séð ástæðu til þess að vekja athygli bankaráðs Landsbankans á því. Þáverandi fjármálaráðherra hafi lýst sömu skoðun á fundi með stjórnendum bankans síðar í sama mánuði. Slíkir fundir séu hins vegar ekki vettvangur til þess að hafa áhrif á stjórn og stefnu bankans. „Vegna armslengdarsjónarmiða sem koma fram í eigendastefnu og samning við Bankasýslu ríkisins eiga samskipti að fara í gegnum Bankasýsluna. Ég vek einnig athygli á að engar athugasemdir bárust frá Bankasýslunni í kjölfar þessar samskipta,“ sagði Helga Björk á aðalfundinum.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15
Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24
Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01