Fé, fæða og fjármálaáætlun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 08:00 Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun