25 þjóðerni í Grundaskóla á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 14:31 Nemendur unnu fjölbreytt og skemmtileg verkefni á fjölmenningardögunum. Aðsend Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá nemendum og starfsfólki Grundaskóla á Akranesi síðustu daga því þar voru haldnir fjölmenningardagar en nemendur frá tuttugu og fimm löndum eru í skólanum. Einn nemandi kemur frá Arúba, sem er eyja í Karíbahafi. Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans
Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira