Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 10:11 „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram,“ segir Jón um Katrínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan . Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan .
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira