Lilja hjólar í Samfylkinguna: „Hver tekur Samfylkinguna alvarlega?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 13:53 Lilja fór um víðan völl í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Samfylkinguna harðlega í ávarpi sínu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Hún sagði Samfylkinga hafa tekið upp þeirra stefnu, miðjustefnuna. „En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
„En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43