Staðfesta risasekt Arnarlax Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 14:03 Arnarlax er með þessar starfstöðvar sem sjást á myndinni í Bíldudal. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022. MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST. Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira