„Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 17:14 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink HK tapaði öðrum heimaleik sínum í röð í dag þegar liðið tók á móti FH í 3. umferð Bestu deildar karla. Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum ósáttur með frammistöðu liðsins. „Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
„Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti