Mætti eins og Gru í „Despicable Me“ og kláraði síðan Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 08:30 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets héldu áfram taki sínu á Los Angeles Lakers. AP/Dempsey & Getty/Stockman Denver Nuggets hélt áfram sigurgöngu sinn á móti Los Angeles Lakers og vann fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Lakers sem hefur ekki náð að fagna sigri á móti ríkjandi NBA-meisturum síðan í deember 2022. Joker wouldn't be denied in the @nuggets Game 1 victory in Denver! 32 PTS 12 REB 7 AST 2 STLGame 2: Monday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/fOm8l5ZNLs— NBA (@NBA) April 21, 2024 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 33-25. Denver liðið tók öll völd í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 32-18. Eftir það voru Denver með tök á leiknum. Nikola Jokic er líklegur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann mætti til leiks í gær eins og persónan „Felonius Gru“ í teiknimyndunum „Despicable Me“ því Jokic var með svartar og gráan trefil og í gráum buxum eins og aðalpersónan er þekkt fyrir að ganga í. Joker or Gru? Game 1 between LAL & DEN tips at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/4MltQCHGlT— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jokic var frábær í leiknum með 32 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Porter yngri var síðan með 19 stig. Anthony Davis skoraði 32 stig,tók 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot. LeBron James var með 27 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en tapaði líka sjö boltum í leiknum. James skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þegar hlutirnir gengu mun betur hjá Lakers. „Við erum ekki að fara neitt. Þetta er úrslitakeppnin. Ekkert lið sem lendir tólf stigum undir í leik í úrslitakeppni mun bara pakka saman og gefast upp. Það er mikill baráttuandi eftir í liðinu og vissum að við værum betri en í byrjun,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver. „Við vorum að spila við gott lið. Þeir komu inn í úrslitakeppnina á góðu skriði og sýndu það í þessum leik. Það var kveikt á LeBron í kvöld og ég hélt að hann ætlaði að fara að skora fimmtíu stig miðað við spilamennsku hans og hittni,“ sagði Malone en lærisveinum hans tókst að halda James í 9 stigum í seinni hálfleiknum. DEN, NYK, CLE, and MIN capture Game 1 in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Playoff action continues Sunday on ABC & TNT. pic.twitter.com/5oDTFHlwt2— NBA (@NBA) April 21, 2024 NBA Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira
Lakers sem hefur ekki náð að fagna sigri á móti ríkjandi NBA-meisturum síðan í deember 2022. Joker wouldn't be denied in the @nuggets Game 1 victory in Denver! 32 PTS 12 REB 7 AST 2 STLGame 2: Monday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/fOm8l5ZNLs— NBA (@NBA) April 21, 2024 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 33-25. Denver liðið tók öll völd í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 32-18. Eftir það voru Denver með tök á leiknum. Nikola Jokic er líklegur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann mætti til leiks í gær eins og persónan „Felonius Gru“ í teiknimyndunum „Despicable Me“ því Jokic var með svartar og gráan trefil og í gráum buxum eins og aðalpersónan er þekkt fyrir að ganga í. Joker or Gru? Game 1 between LAL & DEN tips at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/4MltQCHGlT— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jokic var frábær í leiknum með 32 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Porter yngri var síðan með 19 stig. Anthony Davis skoraði 32 stig,tók 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot. LeBron James var með 27 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en tapaði líka sjö boltum í leiknum. James skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þegar hlutirnir gengu mun betur hjá Lakers. „Við erum ekki að fara neitt. Þetta er úrslitakeppnin. Ekkert lið sem lendir tólf stigum undir í leik í úrslitakeppni mun bara pakka saman og gefast upp. Það er mikill baráttuandi eftir í liðinu og vissum að við værum betri en í byrjun,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver. „Við vorum að spila við gott lið. Þeir komu inn í úrslitakeppnina á góðu skriði og sýndu það í þessum leik. Það var kveikt á LeBron í kvöld og ég hélt að hann ætlaði að fara að skora fimmtíu stig miðað við spilamennsku hans og hittni,“ sagði Malone en lærisveinum hans tókst að halda James í 9 stigum í seinni hálfleiknum. DEN, NYK, CLE, and MIN capture Game 1 in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Playoff action continues Sunday on ABC & TNT. pic.twitter.com/5oDTFHlwt2— NBA (@NBA) April 21, 2024
NBA Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira