Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 13:03 Þóra Gísladóttir, rekstrarstjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum með einn af lundunum, sem var fluttur út nú í byrjun apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend
Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira