Ríki heims verja metupphæðum til hermála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 07:14 Útgjöld Ísraelsmanna jukust um 24 prósent, aðallega vegna stríðsins við Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Sjá meira
Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Sjá meira