Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 11:55 Narendra Modi hefur verið forsætisráðherra Indlands í áratug. Hann hefur gert hindúska þjóðernishyggju að ríkjandi hugmyndafræði í landinu á kostað ýmissa minnihlutahópa, sérstaklega múslima. AP/Rajesh Kumar Singh Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum. Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent