Norskur skammtímagróði Gunnlaugur Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 12:30 Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar