„Það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Karlmaður var úrskurðaður í vikulangt varðhald í gær vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tæknideild lögreglu hefur að mestu lokið vettvangsrannsókn vegna manndráps í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Karlmaður var síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað konu. Tæknideild er enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi um helgina. Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni. Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni.
Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41