Hefja viðræður um kaup á 47 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 14:24 Viðræður Kaldalóns og Regins koma til vegna viðræðna Regins og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði í tilefni af valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Vísir/Vilhelm Stjórn Kaldalóns hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á fasteignum sem telja samanlagt um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Kaldalóni til Kauphallar segir að viðskiptin yrðu í samræmi við yfirlýsta stefnu Kaldalóns um arðbæran vöxt. „Viðræður Kaldalóns og Regins koma til vegna viðræðna Regins og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði í tilefni af valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“). Nái Kaldalón og Reginn saman um viðskiptin yrðu þau meðal annars háð fyrirvörum um að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin og að valfrjálst tilboð Regins í hlutafé Eikar gangi eftir. Kaldalón hyggst ekki gefa út nýtt hlutafé verði af viðskiptunum. Viðræður Kaldalóns og Regins snúa að mögulegum kaupum á nánar tilgreindum fasteignum úr eignasafni Regins og Eikar sem telja samtals um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að viðskiptin, gangi þau eftir, verði gerð upp í kjölfar uppgjörs á áðurnefndu valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar en gildistími valfrjálsa tilboðsins rennur út þann 21. maí næstkomandi. Núverandi eignasafn Kaldalóns telur um 110.000 fermetra og þar af eru 104.000 fermetrar þegar afhentir til útleigu hjá félaginu. Aðrar fasteignir eru í byggingu. Verði af viðskiptunum stækkar eignasafn félagsins um áðurnefnda 47 þúsund fermetra og verður þá 157.000 fermetrar. Áréttað skal að viðræður Kaldalóns og Regins eru á frumstigi og hefur engin ákvörðun verið tekin af hálfu stjórnar Kaldalóns um hvort lagt verði fram skuldbindandi tilboð í þær fasteignir sem um ræðir. Frekari grein verður gerð fyrir málinu á síðari stigum eftir því sem ferlinu vindur fram í samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins,“ segir í tilkynningunni. Kaldalón Reginn Samkeppnismál Fasteignamarkaður Eik fasteignafélag Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Í tilkynningu frá Kaldalóni til Kauphallar segir að viðskiptin yrðu í samræmi við yfirlýsta stefnu Kaldalóns um arðbæran vöxt. „Viðræður Kaldalóns og Regins koma til vegna viðræðna Regins og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði í tilefni af valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“). Nái Kaldalón og Reginn saman um viðskiptin yrðu þau meðal annars háð fyrirvörum um að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin og að valfrjálst tilboð Regins í hlutafé Eikar gangi eftir. Kaldalón hyggst ekki gefa út nýtt hlutafé verði af viðskiptunum. Viðræður Kaldalóns og Regins snúa að mögulegum kaupum á nánar tilgreindum fasteignum úr eignasafni Regins og Eikar sem telja samtals um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að viðskiptin, gangi þau eftir, verði gerð upp í kjölfar uppgjörs á áðurnefndu valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar en gildistími valfrjálsa tilboðsins rennur út þann 21. maí næstkomandi. Núverandi eignasafn Kaldalóns telur um 110.000 fermetra og þar af eru 104.000 fermetrar þegar afhentir til útleigu hjá félaginu. Aðrar fasteignir eru í byggingu. Verði af viðskiptunum stækkar eignasafn félagsins um áðurnefnda 47 þúsund fermetra og verður þá 157.000 fermetrar. Áréttað skal að viðræður Kaldalóns og Regins eru á frumstigi og hefur engin ákvörðun verið tekin af hálfu stjórnar Kaldalóns um hvort lagt verði fram skuldbindandi tilboð í þær fasteignir sem um ræðir. Frekari grein verður gerð fyrir málinu á síðari stigum eftir því sem ferlinu vindur fram í samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins,“ segir í tilkynningunni.
Kaldalón Reginn Samkeppnismál Fasteignamarkaður Eik fasteignafélag Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira