Miðflokkurinn staðfestir sig sem þriðji stærsti flokkurinn Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2024 19:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa sótt í sig veðrið undanfarin misseri og mælist nú í þriðja sinn með þriðja mesta fylgið í könnunum Maskínu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin nýtur mesta fylgis flokka á Alþingi og er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins fjórtánda mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðflokkurinn er að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn. Könnunin var gerð dagana 5. til 16. apríl. Samfylkingin mælist með 27,3 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2 prósent. Miðflokkurinn kemur þar á eftir með 11,6 prósent, með aðeins meira fylgi en Framsóknarflokkurinn sem mælist með 10,7 og Viðreisn með 10,2 prósent. Hér sést fylgi flokka í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag í samanburði við fylgi flokkanna í síðustu alþingiskosningum árið 2021.Grafík/Sara Píratar eru á svipuðum slóðum og áður með 8,5 prósent sem og Flokkur fólksins með 5,3 prósent. Vinstri græn mælast hins vegar með fimm prósent og hafa ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu á kjörtímabilinu. Þegar fylgi flokkanna er skoðað miðað við þrjár síðustu kannanir Maskínu sést að Samfylkingin heldur sinni forystu sem stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn dalar ef eitthvað er milli könnunar dagsins og fyrri kannana. Miðflokkurinn er hins vegar að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi. Það eru nokkur tíðindi þar sem flokkurinn rétt náði á þing í síðustu kosningum með þrjá þingmenn og einn þeirra yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum og Samfylkingin tæplega þrefaldað sitt fylgi. Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 5. til 16. apríl. Samfylkingin mælist með 27,3 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2 prósent. Miðflokkurinn kemur þar á eftir með 11,6 prósent, með aðeins meira fylgi en Framsóknarflokkurinn sem mælist með 10,7 og Viðreisn með 10,2 prósent. Hér sést fylgi flokka í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag í samanburði við fylgi flokkanna í síðustu alþingiskosningum árið 2021.Grafík/Sara Píratar eru á svipuðum slóðum og áður með 8,5 prósent sem og Flokkur fólksins með 5,3 prósent. Vinstri græn mælast hins vegar með fimm prósent og hafa ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu á kjörtímabilinu. Þegar fylgi flokkanna er skoðað miðað við þrjár síðustu kannanir Maskínu sést að Samfylkingin heldur sinni forystu sem stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn dalar ef eitthvað er milli könnunar dagsins og fyrri kannana. Miðflokkurinn er hins vegar að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi. Það eru nokkur tíðindi þar sem flokkurinn rétt náði á þing í síðustu kosningum með þrjá þingmenn og einn þeirra yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum og Samfylkingin tæplega þrefaldað sitt fylgi.
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43
Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37
Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42