Líflausir Liverpoolmenn skrá sig út úr titilbaráttunni 24. apríl 2024 21:00 Púllarar líklega úr leik í toppbaráttunni. Getty Everton-liðið þurfti sigur í botnbaráttunni og gat fylgt eftir 2-0 sigri á Nottingham Forest um helgina. Liverpool þurfti sigur til að jafna Arsenal á toppi deildarinnar og halda titilvonum sínum á lífi. Skemst er frá því að segja að Liverpool hafi ekki spilað vel í kvöld og Everton-liðið ofan á í baráttunni og gat stýrt leiknum með sterkum varnarleik. Jarrad Branthwaite skoraði fyrra mark Everton liðsins um miðjan fyrri hálfleik og Dominic Calvert-Lewin hið seinna eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Púllarar reyndu hvað þeir gátu að setja mark sitt á leikinn en voru ekki líklegir til þess. Frábær sigur Everton sem er með 33 stig í 16. sæti og gott sem öruggt að vera áfram í deildinni að ári. Liverpool með 74 stig í öðru sæti, þremur frá Arsenal á toppnum. Manchester City er með 72 stig í þriðja en á tvo leiki inni á hin liðin tvö. Um er að ræða fyrsta sigur Everton í grannaslagnum á Goodison Park í 14 ár. Síðast vann liðið Liverpool á heimavelli þann 17. október 2010 er Mikel Arteta og Tim Cahill skoruðu mörk þeirra bláklæddu í 2-0 sigri. Enski boltinn
Everton-liðið þurfti sigur í botnbaráttunni og gat fylgt eftir 2-0 sigri á Nottingham Forest um helgina. Liverpool þurfti sigur til að jafna Arsenal á toppi deildarinnar og halda titilvonum sínum á lífi. Skemst er frá því að segja að Liverpool hafi ekki spilað vel í kvöld og Everton-liðið ofan á í baráttunni og gat stýrt leiknum með sterkum varnarleik. Jarrad Branthwaite skoraði fyrra mark Everton liðsins um miðjan fyrri hálfleik og Dominic Calvert-Lewin hið seinna eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Púllarar reyndu hvað þeir gátu að setja mark sitt á leikinn en voru ekki líklegir til þess. Frábær sigur Everton sem er með 33 stig í 16. sæti og gott sem öruggt að vera áfram í deildinni að ári. Liverpool með 74 stig í öðru sæti, þremur frá Arsenal á toppnum. Manchester City er með 72 stig í þriðja en á tvo leiki inni á hin liðin tvö. Um er að ræða fyrsta sigur Everton í grannaslagnum á Goodison Park í 14 ár. Síðast vann liðið Liverpool á heimavelli þann 17. október 2010 er Mikel Arteta og Tim Cahill skoruðu mörk þeirra bláklæddu í 2-0 sigri.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti