Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Jón Ísak Ragnarsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 24. apríl 2024 18:26 Kristrún Frostadóttir hélt fund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Vísir/Magnús Hlynur Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum. Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum.
Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira