Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 22:03 Kristrún kynnti útspilið á fréttamannafundi í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Magnús Hlynur Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar. Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar.
Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent