Krókur Liverpool á móti bragði Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 09:01 Arne Slot og Ruben Amorim eru taldir líklegastir til að taka við í Bítlaborginni. Samsett/Getty Portúgalskur blaðamaður segir fréttir um Hollendinginn Arne Slot sem mögulegan þjálfara Liverpool vera svar félagsins við óvæntum sögum um Portúgalann Rúben Amorim í vikunni. Aðrir segja tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum við Slot. Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira